Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 306 5.890 kr.
spinner

Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun

5.890 kr.

Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 306 5.890 kr.
spinner

Um bókina

Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun byggir á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum, ljósmyndum og viðtölum við fjölda aðila. Um er að ræða ritrýnda útgáfu og er það í fyrsta skipti sem gefið er út ritrýnt fræðirit í textílgreininni.

Höfundur bókarinnar, Ásdís Jóelsdóttir, er lektor í textíl við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bókin, sem er 300 blaðsíður, er ríkulega myndskreytt og tilvalin gjafabók auk þess sem henni fylgir úrdráttur á ensku.

Íslenska lopapeysan hefur fest sig í sessi sem mikilvæg tísku- og minjavara enda séríslensk frumhönnun sem mótast hefur í samvinnu margra aðila og á uppruni hennar sér dýpri rætur í prjóna- og munstursögu þjóðarinnar en löngum hefur verið talið.

Saga hennar er einnig mikilvægur hluti af handverks-, hönnunar-, atvinnu-, iðnaðar- og útflutningssögu þjóðarinnar og er markmiðið með bókinni að varðveita þá sögu.

INNskráning

Nýskráning