Höfundar: Memfísmafían, Bragi Valdimar Skúlason

Er þetta plata? Já! Er þetta bók? Já! Er þetta platbók? NEI!

Hér er komin sprellfjörug og létt kolsýrð myndskreytt barnaplata - eða ættum við kannski að segja söngskreytt ljóðabók fyrir börn? Eða myndasögubók með fylgitónlist fyrir fullorðna? Við vitum í raun ekkert hvað á að kalla þennan undarlega grip, en getum lofað góðri skemmtun og miklu stuði fyrir alla fjölskylduna.