Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Lífið að leysa
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2014 | 345 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2014 | 345 | 990 kr. |
Um bókina
Alice Munro hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 2013 fyrir smásögur sínar enda þykja þær einstök meistaraverk, knappar, afhjúpandi og spennandi. Söguhetjur hennar eru manneskjur af öllu tagi; ungar og gamlar, ríkar og fátækar, konur og karlar. Hún dregur lesandann inn í líf þeirra af listfengi og áður en hann áttar sig eru þær orðnar honum kærar og nákomnar – þó gallaðar séu eins og fólk er flest. Margar sögurnar lýsa andartaki þegar líf söguhetju breytist eða byltist og ástin er sérstaklega ágengt umfjöllunarefni.
Alice Munro fæddist í Kanada 10. júlí 1931. Fyrsta bók hennar, Dance of the Happy Shades, kom út 1968. Lífið að leysa er nýjasta bók hennar og sú fjórtánda í röðinni.
Silja Aðalsteinsdóttir þýddi og ritaði eftirmála.
5 umsagnir um Lífið að leysa
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þótt sögur Munro virðist einfaldar á yfirborði eru þær hvorki einfaldar í endursögn, túlkun eða greiningu. Þær kalla á djúpan lestur, aftur og aftur.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Framúrskarandi … Enginn annar höfundur segir alveg svona mikið í svona fáum orðum.“
Chicago Tribune
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Það er ástæða til að hvetja bókelskt fólk til að lesa smásögur Alice Munro, sem er höfundur sem kann svo vel þá list að segja margt í fáum orðum. Sögur hennar eru vandlega unnar og skrifaðar af djúpum skilningi á mannlegu eðli og tilfinningum sem við þekkjum flest öll og geta verið svo skrýtnar og óútreiknanlegar. Það er líka gott að fá í kaupabæti innihaldsríkan eftirmála um höfundinn og bækur hennar, sem þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir skrifar.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Afskaplega vel smíðaðar og áhrifamiklar sögur um fólk í hörðum heimi … mjög svo eftirminnilegar og áhrifamiklar þannig að þær sitja í manni að lestri loknum.“
Ásdís Sigmundsdóttir / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Munro er einfaldlega einn af merkustu rithöfundum samtímans … heillandi inngangur að sagnaheim hennar … Þetta eru meistaralegar sögur af óvæntum sviptingum og örlögum fólks sem lifna á síðunum.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið