Þú ert hér://Lubbi finnur málbein

Lubbi finnur málbein

Höfundar: Þórarinn Eldjárn, Þóra Másdóttir, Eyrún Ísfold Gísladóttir, Freydís Kristjándsdóttir

Íslensku málhljóðin í brennidepli. Bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Höfundar bókarinnar, Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir, eru talmeinafræðingar og hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Í bókinni nýtist sérfræðiþekking þeirra bæði börnum sem glíma við erfiðleika í máltöku og hinum sem læra málið án vandkvæða. Efnið stuðlar einnig að auðugri orðaforða og ýtir undir skýrari framburð.

Í bókinni er sérhvert málhljóð er kynnt með stuttri sögu, skemmtilegri vísu eftir Þórarin Eldjárn og glæsilegum myndum eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Á diski sem fylgir bókinni syngja börn úr Skólakór Kársness allar vísurnar við alþekkt lög.

Verð 3.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin732009 Verð 3.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

4 umsagnir um Lubbi finnur málbein

 1. Bjarni Guðmarsson

  „áhugaverð bók…faglega unnin …“
  Sigríður B. Thorarensen/eyjan.is

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Þó bókin sé ætluð til málörvunar og hljóðnáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára dugar hún betur en það því efni bókarinnar getur án efa aukið orðaforða og ýtt undir skýrari framburð hjá fólki á öllum aldri án þess að um neina röskun sé að ræða. Ég mæli eindregið með henni inná hvert heimili og tel hana nauðsynlegt innlegg í nám og leik barna.“
  Elísabet Ronaldsdóttir

 3. Bjarni Guðmarsson


  „Lesmálið og vísurnar eru hnyttilega samsett og ætti ánægjan við að fara í gegnum texta og vísur að vekja mörgum bros. Bókin kallar aftur á virkan lestur og er því kærkomin foreldrum sem nenna að sinna börnum sínum til að ná taki og öryggi með nauðsynlegasta samskiptaforrit sem við eigum – málið.“
  Páll Baldvin Baldvinsson/Fréttablaðið

 4. Bjarni Guðmarsson


  „Mikið er lagt í þessa bók sem er flott og fræðandi í alla staði.“
  Ingveldur Geirsdóttir/Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sömu höfunda