Marteinn Lúther – úrval rita II: 1524-1545

Marteinn Lúther
Útgefandi: Skálholtsútgáfan
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 417 6.590 kr.
spinner

Marteinn Lúther – úrval rita II: 1524-1545

Marteinn Lúther
Útgefandi : Skálholtsútgáfan

6.590 kr.

Marteinn Lúther - úrval rita II: 1524-1545
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 417 6.590 kr.
spinner

Um bókina

Fyrstu áratugum siðbótarinnar í Þýskalandi hefur verið lýst sem tímabili trúfræðslunnar vegna þeirrar áherslu sem Lúther og samstarfsmenn hans lögðu á uppfræðslu presta, prédikara og almennra borgara. Í því sambandi hafði Lúther einnig heimili og skóla í huga.

Í þessu seinna bindi af úrvali úr ritum Lúthers eru, auk ýtarlegs inngangs, alls 14 rit, stór og smá. Þar er sýnishorn þeirra fjölmörgu rita sem Lúther skrifaði þegar siðbótin var að festa sig í sessi á árunum 1524-1545. Í þessu úrvali koma mörg rit í fyrsta skipti fyrir almennings sjónir á íslensku.

Meðal þekktustu ritanna eru Sendibréf til borgarráðsmanna um stofnun og rekstur skóla, Hvatning til friðar vegna tólf greina bændanna í Svabíu, Þýsk messa og skipan guðsþjónustu, Skírnarkver, Giftingarkver, Fræðin meiri og Fræðin minni, sem er jafnframt það rit siðbótarmannsins sem oftast hefur verið gefið út hér á landi, enda var það notað við fermingarfræðslu öldum saman. Öll komu þessi rit fyrst út á árunum 1524-1545.

Rit Marteins Lúthers, stór og smá, teljast meðal áhrifavalda í menningarsögu Vesturlanda. Lúther var uppi á þeim örlagaríku tímum þegar miðaldir voru að kveðja en miðöld gekk í garð; sjálfur var hann meðal þeirra sem mest áhrif höfðu á þeim tímamótum. Áhrif siðbótarinnar á íslenska menningarsögu er óumdeild.

Aðalþýðandi er dr. Gunnar Kristjánsson en aðrir sem að þýðingarstarfinu komu eru dr. Einar Sigurbjörnsson, sr. Sveinn Valgeirsson, cand. theol. Þorgils Hlynur Þorbergsson, eldri þýðingar eru eftir Önnu S. Sigurðardóttur og sr. Kristján Búason.

Tengdar bækur

Opið alla daga vikunnar frá kl. 10-19

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning