Matardagbók í stærðinni A5 (15x21cm). Góð stærð til að hafa með sér.

Þessari bók er ætlað að vera hvatning og hjálpartæki fyrir þig til að ná markmiðum þínum. Það er gott að skrifa í hana.

Fyrsta blaðsíðan er fyrir upplýsingar um eiganda bókarinnar. Þar er hægt að setja sér markmið. Loks koma svo 124 blaðsíður til að skrá þyngd, svefn og hvað þú borðar. Þar ertu með dálka fyrir magn, kaloríur, fitu, kolvetni og prótein. Það er pláss fyrir 22 skráningar yfir daginn, með samantekt fyrir hverja máltið og samtals dálki neðst.