Þú ert hér://Meistaraverkið og fleiri sögur

Meistaraverkið og fleiri sögur

Höfundur: Ólafur Gunnarsson

Lesendum Ólafs Gunnarssonar þykir það án efa sæta nokkrum tíðindum að hann skuli nú senda frá sér sitt fyrsta smásagnasafn en fram að þessu hefur Ólafur einkum verið kunnur fyrir sínar stóru skáldsögur á borð við Tröllakirkju, Vetrarferðina og Öxina og jörðina, sem hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir á sínum tíma.

Í smásögunum leikur Ólafur á ýmsa strengi. Í titilsögunni Meistaraverkinu segir frá dreng sem bíður þess í ofvæni að sjá teikninguna sína á sýningu skólans en í sögunni Nasistinn upplifir íslenskur nasisti meiri hrylling en hann hafði órað fyrir. Hér segir líka frá Íslendingi sem barðist í Víetnam, gömlum rokksöngvara sem fær óvænt tækifæri til að stíga á svið með stórstjörnu, súludansmey sem fer að búa í Vogahverfinu með íslenskum bifvélavirkja og ótal fleiri litríkum persónum. Ýmsum mun svo þykja fróðlegt að heyra af manninum sem varð að stela húsinu sínu árið sem Ísland varð lýðveldi.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 189 2011 Verð 2.580 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

6 umsagnir um Meistaraverkið og fleiri sögur

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Meistaraverkið og fleiri sögur er sannkallaður nautnalestur fyrir alla sem kunna að meta vel sagðar sögur.“
  Ágúst Borgþór / dv.is

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Hlákan (er) algjört masterpiece. Ein besta íslensk smásaga sem ég hef lesið.“
  Egill Helgason / Kiljan

 3. Bjarni Guðmarsson

  „Þetta form leikur í höndunum á (Ólafi). Hann ræður alveg óskaplega vel við það … tekst mjög vel að lýsa samskiptum fólks og átökum … tekst að skapa spennu.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 4. Bjarni Guðmarsson

  „Ólafur er sögumaður af guðs náð … skemmtir, vekur umhugsun og skilur eftir örlítinn hroll í sálinni. Grimmd, húmor og fullkomið vald á forminu.“
  Friðrika Benónýs / Fréttablaðið

 5. Bjarni Guðmarsson


  „Átakasvæðin eru oftar en ekki í kringum kvennamál, samtölin sannverðug og laus við hástemmt blaður sem svo margir leiðast út í – hér eru kjarnyrtar og hugsaðar smásögur á ferð.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

 6. Bjarni Guðmarsson


  „Höfundi tekst vel að draga persónurnar skýrum dráttum, gæða þær lífi þótt sögurnar séu stuttar; að vekja samkennd lesandans með þeim.“
  Einar Falur / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund