Höfundur: H.C.Andersen

Harmþrungin móðir situr yfir sóttarsæng barnsins síns þegar gamlan mann ber að garði. Hún býður honum inn en meðan á heimsókninni stendur rennur henni í brjóst örskots stund. Þegar hún vaknar aftur hefur gamli maðurinn, sem reyndar var dauðinn sjálfur, horfið burt og tekið veika barnið með sér.

Yfirkomin af sorg leitar móðirin allra leiða til að elta dauðann uppi og endurheimta barnið sitt. Ýmsar hindarnir verða á leið hennar og hún verður að færa margar fórnir og stórar. Að endingu tekst henni að ná í skottið á dauðanum, en það er ekki fyrir hvern sem er að breyta framgangi örlaganna.

Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 15 mínútur að lengd. Jóhann Sigurðarsson les.