Murusóleyin vex upp í fegurð og sakleysi utan við girðinguna. Hún gleðst yfir sólargeislunum og söng fuglanna auk þess að líta upp til túlípananna og rósanna sem vaxa innan garðsins. Henni verður því hverft við þegar mannfólkið sker upp þá fyrrnefndu til að hafa með sér heim. Undur náttúrunnar færa henni ómælda gleði, en þá fyrst verður hún ofandottin þegar lævirkinn söngfagri gefur sig að henni, dáist að útliti hennar og kyssir hana. Seinna eiga örlög þeirra eftir að tvinnast saman með óvæntum og harmrænum hætti.

Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 11 mínútur að lengd. Jóhann Sigurðarsson les.