Náðu tökum á þyngdinni

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 157 4.290 kr.
spinner
Rafbók 2023 1.990 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2023 App 1.990 kr. Setja í körfu

Náðu tökum á þyngdinni

1.990 kr.4.290 kr.

Náðu tökum á þyngdinni
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 157 4.290 kr.
spinner
Rafbók 2023 1.990 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2023 App 1.990 kr. Setja í körfu

Um bókina

Ertu í stöðugri baráttu við aukakílóin? Sveiflastu milli þess að halda í við þig og missa tökin á mataræðinu? Fyllistu vonleysi þegar þú ferð aftur í sama farið?

Fjölmargir eru í þessum sporum þrátt fyrir dugnað og löngun til að grennast. Í samfélaginu er hvatt til síaukinnar neyslu sem kemur sér illa því ásóknin í orkuríka fæðu er okkur eðlislæg. Þessi þörf magnast þegar við neitum okkur um mat í þeim tilgangi að grennast.

Með hugrænni atferlismeðferð má rjúfa vítahring megrunar og stjórnleysis með því að tileinka sér hugarfar og venjur sem markast af skilningi á þörfum líkamans. Það stuðlar að betri þyngdarstjórn, meiri vellíðan og sátt við eigin líkama. Hugarfarið er gleymda vopnið í baráttunni en jafnframt það öflugasta.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir er forstöðusálfræðingur Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Hún hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og er með sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði. Hún hefur áður sent frá sér bækurnar Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum, Náðu tökum á félagskvíða og Náðu tökum á þunglyndi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 51 mínúta að lengd. Ebba Guðný Guðmundsdóttir les.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning