Finnurðu fyrir feimni, kvíða eða óöryggi meðal fólks?

Áttu erfitt með að slaka á og njóta þín í samskiptum?

Hefurðu áhyggjur af áliti annarra?

Kvíðirðu fyrir að koma fram eða tjá þig í margmenni?

Félagskvíði er vandamál sem margir glíma við. Þessi sjálfshjálparbók er byggð á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og hvílir á traustum grunni rannsókna. Hér má læra með markvissum hætti að breyta viðbrögðum sem ala á félagskvíða. Um leið hjálpar bókin fólki að efla sjálfstraust sitt og bæta samskipti, kynnast öðrum og eignast félaga. Hún er einnig gagnleg fyrir alla sem vilja styðja þá sem eiga við slík vandamál að stríða, svo sem foreldra barna sem kljást við félagskvíða.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur er forstjóri  Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Hún hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og er með sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði. Sóley hefur sérhæft sig í meðhöndlun kvíðaraskana og þróað árangursríka meðferð við félagsfælni. Árið 2014 sendi hún frá sér bókina Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum.