Höfundur: Rúnar Helgi Vignisson

Egill Grímsson er ungur maður sem er haldinn svokölluðum nautnastuldi, sálarkvilla sem orsakast af glímu við mótsagnakennd skilaboð. Einkennin lýsa sér í vanhæfni til að njóta lífsins gæða og sjúklegri feimni.

Vandi Egils stafar m.a. af því að gömul og ný viðhorf togast stöðugt á í honum með þeim afleiðingum að honum fallast iðulega hendur frammi fyrir kröfum samfélagsins. Draugar fortíðar ásækja hann í líki silfurskottnanna Móra og Skottu og nútíminn mætir honum í faðmi föngulegra kvenna á framabraut.