Norrlands Akvavit

Útgefandi: Ugla
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2022 260 2.299 kr.
spinner

Norrlands Akvavit

Útgefandi : Ugla

2.299 kr.

norrlands akvavit
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2022 260 2.299 kr.
spinner

Um bókina

Á fimmta áratug tuttugustu aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof Helmersson stórt hlutverk. Hann var þekktur fyrir kraftmiklar predikanir, auk þess sem hann var ákafur baráttumaður fyrir bættri tannhirðu. Þegar vakningaraldan tók að dvína hvarf presturinn á braut og enginn vissi hvað um hann varð. Hálfri öld síðar snýr hann aftur. En þá var allt breytt í innsveitum Vesturbotns – nema brennivínið, Gammal Norrlands Akvavit.

Torgny Lindgren (1938–2017) var einn mesti stílsnillingur sænskra nútímabókmennta. Hann var ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og leikskáld. Lindgren hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og var kjörinn í Sænsku akademíuna árið 1991. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál. Þetta er fjórða bók Lindgrens sem kemur út á íslensku en hinar eru Naðran á klöppinni, Fimm fingra mandlan og Randafluguhunang.

Tengdar bækur

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning