Þú ert hér://Öldin sextánda: II. bindi, 1551-1600

Öldin sextánda: II. bindi, 1551-1600

Höfundur: Jón Helgason

Þetta síðara bindi aldarinnar sextándu tekur yfir seinni helming aldarinnar þegar hinn lútherski siður er smám saman að festa sig í sessi. Líkt og í fyrri „öldum“ eru atburðir raktir í lifandi og aðgengilegu formi fréttablaðs og bókin er prýdd fjölda mynda, ýmsum harla fáséðum. „Aldirnar“ eru nú orðnar ellefu bindi og gera skil sögu þjóðarinnar í samfellt 470 ár.

Í bókunum eru hátt á fjórða þúsund myndir og mun í engu öðru ritverki að finna slíkt safn íslenskra mynda. „Aldirnar“ eru lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum. Þær eru fullar af fróðleik og jafnframt svo skemmtilegt lestrarefni að naumast hafa komið út á íslensku bækur sem njóta jafnalmennra vinsælda fólks á öllum aldri.

Verð 4.655 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja - 1981 Verð 4.655 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /