Önnur skynjun – ólík veröld
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 204 | 4.390 kr. |
Önnur skynjun – ólík veröld
4.390 kr.

Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 204 | 4.390 kr. |
Um bókina
Í bókinni Önnur skynjun - ólík veröld leitar Jarþrúður Þórhallsdóttir, fötlunarfræðingur og sjúkraþjálfari, skýringa á erfiðleikum fólks á einhverfurófi. Hún rekur sögu þeirra sjónarmiða og kenninga sem hingað til hafa ráðið för í rannsóknum á enhverfu og greinir frá eigin rannsókn sem hún gerði í fötlunarfræðum við Háskóla íslands.
Þvert á ríkjandi aðferðir leitar Jarþrúður í rannsókn sinni til fólksins sjálfs um upplýsingar. Fimm karlar og þrjár konur lýsa harðri glímu við eigin viðbrögð og annarra í baráttu sinni fyrir því að vera tekin gild í samfélaginu og verða sátt við sjálfa sig og aðra. Niðurstöðurnar gefa veigamiklar upplýsingar um lífið á einhverfurófi og undirstrika mikilvægi þess að aðrir sýni sérstakri skynjun og skynúrvinnslu skilning. í lok bókarinnar eru gefin einföld og hagnýt ráð til að fækka þeim hindrunum sem mæta fólki á einhverfurófi.
Þetta er nauðsynleg bók öllum þeim sem láta sig líf og líðan samborgara sinna varða.