Séð hef ég heimana þrjá,
satt eðli manna ég man,
gjá mikla snerti og fann,
fornt hljóma, djúpt óma, kall.

Eftir sprenginguna miklu undir Velajaborg er hópurinn sundraður – Ragnar hrapar niður á gríðarmikla glersléttu þar sem ekkert líf þrífst, Sirja rankar við sér á ókunnri strönd og Breki vaknar í forboðnum helli fullum af gulli og gimsteinum. Ekkert þeirra veit hvar vinir þeirra eru niðurkomnir en vonin um að finna þá aftur heldur í þeim lífinu. Á meðan berjast eftirlifendur Vébakka fyrir tilveru sinni, óvitandi um þær fornu ógnir sem aftur eru vaknaðar til lífsins. Svo virðist sem tilraunir Ragnars, Sirju og Breka til að sækja hjálp vitringanna hafi brugðist og að tíminn sé á þrotum. Það er margt, svo margt sem myrkrið veit …

Ormstunga er þriðja bókin í Þriggja heima sögu. Fyrri bækurnar hlutu frábærar viðtökur og fyrir þá fyrstu fengu höfundarnir meðal annars Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana.