Höfundur: Henning Mankell

Einn vetrardag árið 2008 hverfur hátt settur sænskur sjóliðsforingi, Håkan von Enke, á daglegri morgungöngu sinni. Málið snertir Kurt Wallander lögreglufulltrúa í Ystad persónulega vegna þess að von Enke er tengdafaðir Lindu dóttur hans.

Þegar eiginkona von Enke hverfur líka jafn sporlaust og á jafn dularfullan hátt verður Wallander enn helteknari af gátunni. Smám saman eru þræðir raktir aftur til kalda stríðsins, grimmrar samkeppni stórveldanna í austri og vestri. Kannski er málið margfalt alvarlegra en Svíar hafa áður kynnst. En það er erfitt að fá góða yfirsýn því margir vilja varpa ryki í augu Wallanders.

Á sama tíma birtist ennþá dekkra ský á himni hans …

Hólmfríður K. Gunnarsdóttir þýddi.

****
„Mankell ... nýtir krimmann til að skoða hina stóru mynd, fleti í samtímasögunni ... hvernig hinir stóru flekar takast á og hafa áhrif á okkur öll án þess að við greinum það.

Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

„Satt að segja ótrúleg bók, sem grípur lesandann frá fyrstu síðu. Djúp, lágstemmd, heimspekileg og spennandi ... Lærdómsrík bók um vort flókna líf.“
Hrafn Jökulsson / Viðskiptablaðið

„Svíþjóð Mankells – köld, einangruð og mettuð vonbrigðum – er eins heillandi sögusvið og Los Angeles Raymonds Chandler og Miami Charles Willeford.“
Wall Street Journal

„Tryggur lesandi Mankells er auðvitað alveg eins og höfundurinn: fyrst og fremst áhugasamur um sálina og hið mikilvæga í lífinu.“
Die Zeit