Þegar Vanda og bræður hennar eru sofnuð kemur Pétur Pan fljúgandi inn um gluggann þeirra og fer með þau til Hvergilands.

Þar bíða þeirra Týndu drengirnir, Skellibjalla, indíánar og ekki síst sjóræninginn ógurlegi Kobbi kló.

Bókinni fylgir upplestrardiskur og lesskilningshefti sem hægt er að hlaða niður á vef Eddu.