Rauði þráðurinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 540 | 4.990 kr. | ||
Kilja | 2022 | 551 | 5.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 540 | 4.990 kr. | ||
Kilja | 2022 | 551 | 5.190 kr. |
Um bókina
Rauði þráðurinn eftir Ögmund Jónasson sem út kom í byrjun árs hefur vakið mikla athygli. Bókin kemur nú út í aukinni útgáfu (kilju útgáfan) þar sem höfundur reifar stöðu mála á yfirstandandi ári í sérstökum bókarauka.
Ögmundur Jónasson hefur í áratugi haft puttann á þjóðarpúlsinum, sjálfur alltaf í hringiðunni miðri sem fréttamaður, baráttumaður í grasrótinni, verkalýðsforingi, alþingismaður og ráðherra. Í bókinni segir frá kynnum af samstarfsfólki í útvarpi og sjónvarpi, þingmönnum, samherjum og mótherjum og stofnun Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Varpað er nýju ljósi á verkalýðsbaráttu og pólitík og sagt frá atburðum sem legið hafa í þagnargildi. Ögmundur talar opinskátt um samskiptin í ríkisstjórn Samfylkingar og VG á árunum 2009 til 2013 og beinir kastljósi einnig að atburðarásinni í kjölfarið. Rauði þráðurinn fléttar saman gamalt og nýtt auk þess sem horft er til framtíðar. Hún er skrifuð af þekkingu á þróun alþjóðamála síðustu áratugi og talar höfundur þar beint af baráttuvettvangi stjórnmála og alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar.