Rekstrarhagfræði

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2005 464 5.390 kr.
spinner

Rekstrarhagfræði

5.390 kr.

Rekstrarhagfræði
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2005 464 5.390 kr.
spinner

Um bókina

Rekstrarhagfræði eftir Ágúst Einarsson er umfangsmesta verk sem hefur verið skrifað og gefið út hérlendis um rekstrarhagfræði. Bókin er tæpar 500 blaðsíður og er vandað til útgáfunnar á allan hátt. Hún byggir á reynslu Ágústar, sem kenndi þessi fræði í Háskóla Íslands í mörg ár, en hann var áður um langt árabil í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja. Í bókinni er dregin upp heildstæð mynd af meginþáttum rekstrarhagfræði og er byggt á alþjóðlegum viðmiðum vandaðra fræðibóka.

Bókinni er skipt í fjóra hluta og fimmtán kafla. Í fyrsta hluta er fjallað um grunnatriði, eftirspurn og framboð, opinbera aðila og utanríkisverslun. Í öðrum hluta er lýst framleiðslu fyrirtækja og kostnaði þeirra og greint er ítarlega frá hegðun neytenda. Í þriðja hluta er rætt um verðstefnu og markaðsform, eins og fullkomna samkeppni, einkasölu, fákeppni og einkasölusamkeppni. Jafnframt er þar fjallað um grunnatriði við áhættu- og óvissuaðstæður. Í fjórða hluti er greint frá ýmsum mikilvægum þáttum eins og þáttamarkaði, launum og tekjudreifingu, skipulagi og stjórnun, markaðsmálum, fjármálum og fjárfestingum og framleiðslustjórnun, upplýsingaöflun og eftirliti.

Í bókinni er hátt á annað hundrað litmynda sem skýra textann og jafnframt eru um 50 sérstök skýringardæmi. Einnig er íslenskt-enskt og enskt-íslenskt orðasafn með um 500 hugtökum.
Þá eru í bókinni æviágrip 60 einstaklinga sem hafa skarað fram úr á sviðum sem tengjast efninu. Jafnframt er í lok hvers kafla brugðið upp ýmsum svipmyndum úr viðskiptalífinu. Þar fjallar Ágúst um hin margvíslegu mál, eins og Grænmetismálið og samráð olíufélaganna, Íslenska erfðagreiningu, Þjóðarsáttina, Bakkavör, landbúnað og byggðastefnu, Coldwater og Loftleiðir, KB banka og aðra banka, Kína, áliðnað og umhverfismál, breytingar í atvinnugreinum landsmanna, Reykjavíkurflugvöll, fjölmiðlamálið, Kolkrabbann og Smokkfiskinn, einkavæðingu og einkavinavæðingu.

Bókin er ætluð nemendum í upphafi háskólanáms en hún á jafnframt erindi við alla sem hafa áhuga á atvinnulífinu og rekstri fyrirtækja.

Tengdar bækur

Íþróttir hérlendis í alþjóðlega samhengi
3.890 kr.
Íslensk heilbrigðismál í alþjóðlegu samhengi
5.990 kr.
Fagur fiskur í sjó - Íslenskur sjávarútvegur handa skólum og almenningi
4.190 kr.
Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi
6.490 kr.
Verkefni í rekstrarhagfræði
3.490 kr.
Almenn sálfræði
6.290 kr.
Stærðfræði 3000 - 503
5.690 kr.
Sådan siger man
3.590 kr.
Hagnýt skrif - vefbók
2.790 kr.
Afburðastjórnun
4.590 kr.4.690 kr.

INNskráning

Nýskráning