Ríki ljóssins 12 – Sál í hlekkjum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2015 | 1.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2015 | 1.790 kr. |
Um bókina
12. bindi í hinum magnaða flokki Margit Sandemo, RÍKI LJÓSSINS. Þar tengjast sögurnar um ÍSFÓLKIÐ og GALDRAMEISTARANN, í stórkostlegum heimi handan tíma og rúms.
Hún hét Karí og hafði enga möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Ekki aðeins var hún lítilfjörleg útlits heldur var hlutverk hennar sérlega neikvætt. Þegar hún hitti Armas hinn glæsilega, langt inni í Svörtufjöllum, eygði hún örlitla von um að njóta svolítillar hamingju eins og aðrir.
En hvernig gæti hann, háttsettur og virtur, séð eitthvað jákvætt í fari aumlegrar og lítilsigldrar stúlku á borð við hana…
MARGIT SANDEMO er fædd 23. apríl 1924 i Östre Toten i Noregi. Margit skrifar á sænsku og gaf út sína fyrstu bók árið 1964. Í allt hefur Margit skrifað meira en 170 bækur og er mest seldi rithöfundur Norðurlandanna með meira en 39 milljónir seldra bóka. Þar af hefur Sagan um Ísfólkið selst í um 25 milljónum eintaka um allan heim.