Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 544 2.980 kr.
spinner

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi

2.980 kr.

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 544 2.980 kr.
spinner

Um bókina

Árið 2016 markaði 70 ár frá upphafi flugvallareksturs og flugleiðsöguþjónustu Íslendinga. Isavia hefur af því tilefni látið vinna ítarlegt heimildarrit um þennan merkilega þátt í samgöngusögu þjóðarinnar. Bókin er gefin út sem rafbók á vef Isavia og einnig í prentuðum eintökum.

Flugsamgöngur hafa frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, bæði innanlands og milli landa. Grundvöllur þessarar starfsemi hvílir á rekstri flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Í bókinni er rakin saga þessara stoða flugsins allt frá því landsmenn tóku fyrst að þreifa fyrir sér með flugrekstur.

Á árunum 1945–2006 annaðist Flugmálastjórn Íslands að miklu leyti uppbyggingu og rekstur flugvalla og tengdrar starfsemi. Flugstoðir ohf. tóku við þessu hlutverki árið 2007 og Isavia ohf. þremur árum síðar. Varnarliðið bar lengst af hitann og þungann af rekstri Keflavíkurflugvallar, sem varð snemma miðstöð millilandaflugs og áningarstaður í Norður-Atlantshafsflugi, en Íslendingar tóku alfarið við rekstri hans árið 2006. Frá stríðslokum hafa Íslendingar einnig veitt flugleiðsöguþjónustu á stóru svæði yfir Norður-Atlantshafi í nánu samstarfi við Alþjóðaflugmálastofnunina.

Við uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni tvinnuðust gjarnan saman opinbert framtak og hugsjónir og áræðni einstaklinga sem vildu rjúfa einangrun, bæta samgöngur og auka lífsgæði íbúa. Var þeim jafnan tekið fagnandi en harðar deilur hafa stundum staðið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi rekur þessa þróun og annað sem málið snertir. Bókin byggir á ítarlegri rannsókn á fjölbreyttum heimildum og er ríkulega búin myndefni úr þessari merku sögu.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning