Þú ert hér://Saga tónlistarinnar

Saga tónlistarinnar

Höfundur: Árni Heimir Ingólfsson

Tónlistin er töfrum slungin listgrein sem ekki verður til í tómarúmi. Hún mótast af tíðaranda og atburðum á sviði heimsmálanna, trúarbrögðum og kirkjupólitík, afstöðu valdhafa og smekk almennings á hverjum tíma.

Í þessari bók er fjallað á aðgengilegan hátt um vestræna tónlistarsögu allt frá kaþólskum kirkjusöng í upphafi 9. aldar til nýjustu hræringa í samtímanum. Hér má til dæmis fræðast um uppruna barokksins við hirðir á Norður-Ítalíu, áhrif upplýsingarinnar á Níundu sinfóníu Beethovens, samspil tónlistar og þjóðernisvakningar á 19. öld og áhrif stjórnmála 20. aldar á tónsköpun vítt og breitt um Evrópu. Lykilverk tónbókmenntanna fá sérstakt vægi en einnig er litið vítt yfir sviðið og rýnt í tónlistina bæði sem samtímaspegil og farveg tjáningar.

Saga tónlistarinnar er fyrsta yfirlitsritið um tónlistarsögu eftir íslenskan höfund og hentar jafnt tónlistarfólki, tónlistarunnendum og tónlistarnemum, sem og öllu áhugafólki um listir og menningu.

Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur hefur getið sér gott orð fyrir texta sína um tónlist, meðal annars í efnisskrám Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann ritaði bókina Jóns Leifs – Líf í tónum, hefur stundað umfangsmiklar rannsóknir á íslenskri tónlistarsögu og komið fram á fjölda tónleika sem píanóleikari og kórstjóri.

Verð 9.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 615 2016 Verð 9.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

4 umsagnir um Saga tónlistarinnar

 1. Árni Þór

  „Fræðirit ársins. Frásagnarstíllinn er léttur en þó vandaður og fræðandi og leiðir lesandann í gegnum þetta mikla verk sem geislar af ástríðu og væntumþykju til viðfangsins. Framúrskarandi vel gert.“
  Árni Matthíasson / Morgunblaðið

 2. Árni Þór

  „Saga tónlistarinnar er aðgengilegt og lipurlega skrifað verk þar sem ást höfundar á viðfangsefninu skín í gegn. Bókin er ekki aðeins fróðleg, heldur er hún líka skemmtileg aflestrar og vekur með manni löngun til þess að hlusta á verk fleiri tónskálda. Þetta er vönduð og eiguleg handbók, höfundi og öllum sem að komu til mikil sóma.“
  Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

 3. Árni Þór

  „Ótrúlega dýrmæt … Fyrir okkur tónlistarunnendur að fá þá bók er alveg einstakt og fólk á bara að nota þessa bók eins og það getur.“
  Egill Helgason / Kastljós

 4. Árni Þór


  „… seint verður oflofað framtak á við hið nýja ritverk Árna Heimis er beinir á tæru og auðskildu máli forvitni almennings að perlum vestrænnar tónsköpunar … bókin hin skemmtilegasta ígripslesning nánast hvar sem niður er komið … Tónlistarsaga Árna Heimis fyllir skarð sem íslenzk bókaútgáfa þarf loks ekki lengur að skammast sín fyrir.“
  Ríkarður Ö. Pálsson / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund