Höfundur: Aðalgeir Kristjánsson

Nafn Konráðs Gíslasonar (1808–1891) hefur lengi verið sveipað frægðarljóma í vitund Íslendinga. Á yngri árum tók hann þátt í að stofna tímaritið Fjölni ásamt Jónasi Hallgrímssyni, Brynjólfi Péturssyni og Tómasi Sæmundssyni og varð óumdeildur foringi þeirra Íslendinga í Kaupmannahöfn sem sem höfðu hugmyndir rómantísku stefnunnar að leiðarljósi. Konráð varð prófessor við Hafnarháskóla 1848 og sinnti því starfi til 1886. Meðal nemenda hans voru því fjölmargir íslenskir menntamenn á seinni hluta 19. aldar og gætti beinna áhrifa hans langt fram á 20. öld. Höfundurinn hefur lengi fengist við rannsóknir á tímum Fjölnismanna.