Höfundur: Elizabeth Kay

ÞETTA BYRJAÐI ALLT MEÐ EINNI, SAKLAUSRI LYGI …

Jane og Maria hafa verið óaðskiljanlegar síðan þær voru ellefu ára. Þær eiga margt sameiginlegt og upp úr tvítugu urðu þær
báðar ástfangnar og giftust myndarlegum, ungum mönnum.

Jane kunni hins vegar aldrei við manninn hennar Mariu. Hann var svo hávær og plássfrekur, svo fullur af lífi. Sem virðist auðvitað frekar kaldhæðnislegt núna.

Ef Jane hefði verið hreinskilin – ef hún hefði ekki logið – væri eiginmaður bestu vinkonu hennar kannski enn á lífi …

Þetta er tækifæri Jane til að segja sannleikann.

Spurningin er bara hvort við trúum henni.