Form eru skemmtileg og af ýmsum gerðum, t.d. ferningar, hringir, þríhyrningar og stjörnur.

Hér sýna Disney-persónur yngstu lesendunum form sem finna má allt í kringum okkur.

Um leið og bókinni er flett birtist leiðbeiningaspjald sem auðveldar krökkunum að þekkja formin.