Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Mýrarljós
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2025 | 443 | 4.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2025 | 443 | 4.090 kr. |
Um bókina
Glæpahöfundur ársins í Svíþjóð 2024 Síðustu vikuna í janúar fer sex manna hópur í skemmtiferð til Åre þar sem ætlunin er að skíða og djamma. En eitthvað fer úrskeiðis í fjörinu og skyndilega eru þau bara fimm. Enginn þeirra getur skýrt hvað gerðist. Var þetta slys eða kaldrifjað morð? Ýmsar spurningar vakna og tortryggnin innan hópsins vex. Lögreglumennirnir Daniel Lindskog og Hanna Ahlander eru kallaðir til að stýra rannsókn málsins. En bæði eru upptekin af einkamálum sínum. Daniel er nýlega fráskilinn og uppfullur af sektarkennd gagnvart dóttur sinni. Hanna er í helgarferð með nýja kærastanum en þjökuð af tilfinningum til Daniels. Mýrarljós er fjórða bókin í hinni æsispennandi seríu MORÐIN Í ÅRE. Fyrri bækurnar, Helkuldi, Daladrungi og Yfirbót, hafa fengið frábærar viðtökur. Vivica Sten er einn virtasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda. Bókaflokkur hennar um MORÐIN Í ÅRE hefur slegið í gegn og hefur Netflix hefur nú gert sjónvarpsþáttaröð byggða á bókunum. Mjög vinsælir sjónvarpsþættir voru líka gerðir um Sandhamn-bókaflokkinn. Elín Guðmundsdóttir íslenskaði. |
Umsagnir
Engar umsagnir komnar