Höfundar: Camilla Sten, Viveca Sten

Drungaleg þoka liggur yfir haffletinum. Gamla fólkið á eyjunum segir að hún sé forboði hræðilegra atburða.

Tuva er sú eina sem áttar sig á því að þokan tengist veru úr fortíðinni. Framferði mannfólksins hefur vakið reiði verunnar og hefnd vofir yfir. Tuva er sú eina sem getur komið í veg fyrir aðvífandi ógn …

Sæþokan er önnur bókin í mögnuðum þríleik sem mæðgurnar Camilla og Viveca Sten hafa skrifað um Hafsfólkið. Bækurnar slógu í gegn í Svíþjóð og fyrsta bókin, Hyldýpið, fékk frábærar viðtökur íslenskra lesenda.