Skógarhögg: Geðshræring

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2025 219 4.290 kr.
spinner
Rafbók 2025 - 2.990 kr.
spinner

Skógarhögg: Geðshræring

2.990 kr.4.290 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2025 219 4.290 kr.
spinner
Rafbók 2025 - 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Klukkan nálgast miðnætti í íbúð Auersbergerhjónanna. Húsráðendur hafa boðið menningarelítu Vínar til listræns kvöldverðar og von er á heiðursgestinum, leikara við hið þekkta Burgleikhús, hvað úr hverju. Í rökkvuðu skoti situr maður í vængjastól, fylgist með samkundunni og minnist gamallar vinkonu sem borin var til grafar fyrr um daginn. Hann á vart eftir að mæla orð frá vörum allt kvöldið en í huganum fer hann með hamslausa einræðu um tilgerð og tækifærismennsku gesta og gestgjafa, fólks sem hann hafði sagt skilið við tuttugu árum áður – en getur þó ekki almennilega slitið sig frá.

Skógarhögg: Geðshræring olli ólgu í menningarlífi Vínar þegar bókin kom út árið 1984 og var fjarlægð tímabundið úr verslunum vegna ásakana um ærumeiðingar. Þetta var þó ekki í eina skiptið sem Thomas Bernhard reitti landsmenn sína til reiði, enda hafði hann einstakt lag á að afhjúpa austurríska þjóð og sögu hennar í verkum sínum. Skógarhögg ber höfundinum skýrt vitni í miskunnarlausri gagnrýni, músíkölskum stíl, bölsýni og sótsvörtum húmor.

Hjálmar Sveinsson íslenskaði og ritaði eftirmála.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Skógarhögg: Geðshræring”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning