Slímgerð er skemmtileg og skapandi og flestir krakkar hafa gaman af að búa til litskrúðugt slím af ýmsu tagi, breyta og bæta og leika sér svo með það, teygja það og toga, hnoða og láta leka.

Efnafræðingurinn Sprengju-Kata kann sannarlega að gera hlutina skemmtilega og aðgengilega fyrir krakka. Hún er líka áhugasöm um slímgerð og hér útskýrir hún í myndum og máli hvernig á að gera slím úr einföldum efnum – já, og reyndar trölladeig og kristalla
líka.

Góða skemmtun!