Höfundar: Ragnheiður Gestsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson, Hjörvar Pétursson, Jón Karl Helgason, Eiríkur Brynjólfsson

Sögur úr glæpasmásagnakeppni Glæpafélagsins og Grandrokks

Hvað gerist þegar vammlausan borgara fer að gruna að hann hafi í lyfjavímu misnotað meðvitundarlausa eiginkonu sína – löngu áður en þau kynntust? Er hægt að finna eðlilega skýringu á því að háöldruð kona finnst frosin í hel í frystigeymslu á heimili sínu? Í bókinni er að finna úrval sagna úr glæpasmásagnakeppni Glæpafélagsins og Grandrokks sem sýna og sanna að mikil gróska og fjölbreytni er ríkjandi í glæpasagnasmíðum landsmanna.