Þú ert hér://Snert hörpu mína: ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi

Snert hörpu mína: ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi

Höfundar: Friðrik G. Olgeirsson, Davíð Stefánsson

Skáldið frá Fagraskógi vann hug og hjörtu Íslendinga ungur að árum og fjölmörg ljóða hans lifa enn á vörum fólks. Hann var goðsögn í lifanda lífi en ævisaga hans hefur ekki verið rituð fyrr en nú; höfundurinn hefur víða leitað heimilda og dregið ýmislegt fram í dagsljósið sem ekki var áður kunnugt um skáldið. Mikill fjöldi mynda er í bókinni.

Davíð Stefánsson var aðeins 24 ára þegar fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út og náði þjóðarhylli en þá hafði hann þegar strítt við erfið veikindi og horfst í augu við dauðann. Sú reynsla mótaði hann fyrir lífstíð og í honum börðust alla tíð andstæður. Hann var blíður og rómantískur, ofsafenginn og storkandi, bjartsýnn og bölsýnn – ástarskáld og einsetumaður. Ungur að árum var hann kominn í hóp íslenskra þjóðskálda; mörg ljóða hans eru samofin þjóðarsálinni og persónur sem hann skapaði lifa enn góðu lífi meðal okkar. Hann var stórbrotinn einstaklingur sem nú hafa loks verið gerð verðug skil með þessari yfirgripsmiklu ævisögu.

Verð 4.140 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin - 2007 Verð 4.140 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

2 umsagnir um Snert hörpu mína: ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi

 1. Kristrun Hauksdottir

  „… Hann talaði rödd kynslóðar sinnar og var elskaður og dáður … Það er því löngu tímabært að ævisaga hans skuli skráð … vandað rit … heiðarlegt rit … “
  Skafti Þ. Halldórsson / Morgunblaðið

 2. Kristrun Hauksdottir

  „Hafði mikla ánægju af að lesa hana … Davíð er yndislegt skáld …
  þakklát fyrir að hafa fengið þessa bók í hendur.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *