Landafræði, íþróttir, kvikmyndir, listir o.s.frv. Spurningar um allt milli himins og jarðar!

Þær eru flokkaðar í léttar, miðlungs og erfiðar spurningar svo allir í fjölskyldunni geta verið með. Gauti Eiríksson hefur síðustu tíu ár samið spurningar. Hann hefur meðal annars séð um spurningakeppnir fyrir börn og unglinga um árabil og sá um spurningakeppni átthagafélaganna á árunum 2013-2015.

Í þessari bók eru yfir 3500 spurningar. Hann hefur einnig gert um 2500 kennslumyndbönd fyrir náttúru- og stærðfræði sem eru aðgengileg á Youtube.