Þú ert hér://Stúlkan á undan

Stúlkan á undan

Höfundur: J.P. Delaney

„Gerðu lista yfir allt sem þú átt og telur bráðnauðsynlegt.“

Beiðnin er furðuleg, jafnvel óviðeigandi – og með því að svara henni setja tvær konur, sem hvorki tengjast né þekkjast, af stað atburðarás sem þær sjá ekki fyrir endann á.

Emma

Eftir að hafa orðið fyrir ofbeldisfullu innbroti langar Emmu að flytja en íbúðirnar sem hún skoðar eru ýmist of dýrar eða ótraustar. Þar til hún kemur í Folgatestræti 1. Húsið er meistaraverk nafntogaðs arkitekts. Leigan er lág en það eru reglur: Arkitektinn hefur óskorað vald yfir því hvað fer inn í húsið og rýminu er ætlað að hafa áhrif á þann sem í því býr. Það heppnast fullkomlega.

Jane

Eftir erfiða reynslu þarf Jane að byrja upp á nýtt. Hún heillast strax af húsinu í Folgatestræti 1 – og skapara þess sem er fáskiptinn og tælandi. En fljótlega fer hún að heyra sögur um fyrri íbúa hússins, um stelpuna sem dó og var víst svo ótrúlega lík henni sjálfri. Í leit sinni að sannleikanum flækist Jane æ meira í ósýnilegan vef sem erfitt er að sjá hver spinnur.

Stúlkan á undan er snilldarvel fléttuð hrollvekja sem heldur lesendum í heljargreipum frá upphafi til enda. JP Delaney er dulnefni höfundar sem áður hefur sent frá sér metsölubækur undir öðrum nöfnum. Ísak Harðarson þýddi.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 414 2017 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / /

6 umsagnir um Stúlkan á undan

 1. Árni Þór

  „Með hárbeittum stíl flysjar Delaney leyndarmálin utan af persónum sínum lag fyrir lag þar til nakinn sannleikurinn blasir við.“
  Publishers Weekly

 2. Árni Þór

  „Bókin leikur sér að væntingum manns eins og köttur að mús … Á köflum er hún nánast óbærilega spennandi!“
  Joseph Finder

 3. Árni Þór

  „Bók sem leggur álög á lesanda sinn … og gerir hann furðu lostinn.“
  Booklist

 4. Árni Þór

  „Sláandi, óvænt og umfram allt snjöll saga – fullkominn sálfræðitryllir. “
  Lee Child

 5. Árni Þór


  „… frumlegur, vel skrifaður og spennandi sálfræðitryllir … Án þess að ljóstra of miklu upp eru kostir sögunnar óvænt framvinda og ófyrirséðir snúningar … manneskjur mæta ofurvaldi efnisheimsins í trylltri spennu.“
  Júlía Margrét Alexandersdóttir / Morgunblaðið

 6. Árni Þór

  „Óhemju spennandi, sjóðheit sumarlesning þar sem maður fær allt fyrir peninginn.“
  Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *