Höfundur: Simon Armitage

Simon Armitage er enskt ljóðskáld og höfundur leikrita, ferðabóka og skáldsagna. Hann hefur hlotið fjölda merkra verðlauna fyrir skáldskap sinn í hinum enskumælandi heimi og er lárviðarskáld Bretlands. Í þessari tvímála útgáfu birtast ljóð úr nokkrum af bókum hans í íslenskri þýðingu skáldsins Sigurbjargar Þrastardóttur.