Þeir vöktu yfir ljósinu: Saga karla í ljósmóðurstörfum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 256 |
|
Þeir vöktu yfir ljósinu: Saga karla í ljósmóðurstörfum
3.690 kr. 1.999 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 256 |
|
Um bókina
Ljósmæðrastéttin er rótgrónasta kvennastétt landsins. Enginn karlmaður sinnir ljósmóðurstörfum hér á landi og er Ísland eitt fárra landa á Vesturlöndum þar sem engin karlkyns ljósmóðir fyrirfinnst. En fyrr á öldum var talsvert algengt að karlar sinntu fæðingarhjálp hér á landi.
Í þessari bók er saga þeirra dregin fram í dagsljósið. Fjallað er um sögu ljósmóðurstarfsins en sjónum sérstaklega beint að körlunum, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Sagt er frá fjölmörgum bændum, hreppstjórum og prestum sem vöktu yfir ljósinu og hjálpuðu konum að fæða börn sín.
Höfundurinn, Erla Dóris Halldórsdóttir, er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands en einnig hjúkrunarfræðingur að mennt. Bókin er að hluta byggð á doktorsritgerð hennar.