TMM 2. hefti 2013

Tímarit Máls og menningar
Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúkspjalda 2013 143 Verð 1.765 kr.
spinner

TMM 2. hefti 2013

Tímarit Máls og menningar
Útgefandi : MM

Verð 1.765 kr.

TMM 2. hefti 2013
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúkspjalda 2013 143 Verð 1.765 kr.
spinner

Um bókina

Komið er út 2. hefti af Tímariti Máls og menningar 2013 þar sem kennir margra grasa að vanda.

Árni Snævarr gerir upp dvöl sína á Stöð tvö í grein sem vekur áleitnar spurningar um eðli fjölmiðla og ábyrgð þeirra sem þá eiga og reka.

Kristrún Heimisdóttir tekur viðtal við Jóhann Pál Árnason heimspeking sem ekki hefur tekið þátt í íslenskri stjórnmálaumræðu áratugum saman enda verið búsettur erlendis. Þau ræða sósíalismann og alræðið; sögu íslenskra sósíalista og þátt Einar Olgeirssonar sérstaklega; fall kommúnismans í Austur-Evrópu sem Jóhann Páll hefur skrifað mikið um og loks ber íslenskra hrunið einnig á góma.

Örn Daníel Jónsson skrifar um heita pottinn í Vesturbæjarlauginni og ýmislegt kringum lauga- og sundmenningu í Reykjavík fyrr og síðar en Úlfhildur Dagsdóttir rekur sögu Medúsuhópsins – þeirra bókmenntalegu villinga úr Breiðholti sem komu með súrrealismann til landsins seint og um síðir og urðu síðar landsþekktir og jafnvel heimsþekktir listamenn.

Þórunn Erlu Valdimarsdóttir skrifar um mörk sagnfræði og skáldskapar og margvísleg álitamál þar, Árni Bergmann fjallar um útópíuna og Halldór Laxness en Magnús Bjarnason, doktor í stjórnmálahagfræði rekur niðurstöður sínar af rannsókn á áhrifum hugsanlegrar ESB-aðildar á hag íslenskra heimila.

Ljóð eru eftir Þóru Jónsdóttur, Véstein Lúðvíksson, Ara Jósefsson (óbirt) og fleiri en sögur meðal annars eftir Bubba Morthens, Sverri Norland og Soffíu Bjarnadóttur. Og er þá fátt eitt talið.

Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson en áskrift má nálgast í síma 5755600, á netfanginu tmm@forlagid.is, auk þess sem tímaritið fæst í öllum góðum bókabúðum.

Tengdar bækur

TMM3
TMM 3. hefti 2015
Verð 2.190 kr.
TMM3
TMM 3. hefti 2014
Verð 1.960 kr.
TMM2 2014
TMM 2. hefti 2014
Verð 1.960 kr.
Tímarit Máls og menningar 1/2014
TMM 1. hefti 2014
Verð 1.960 kr.
Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 2013
TMM 3. hefti 2013
Verð 1.765 kr.
TMM 1. hefti 2013
TMM 1. hefti 2013
Verð 1.765 kr.

Mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 11-17

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning