Vala Þórsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir leikrit sín, en meðal þeirra eru einleikurinn Háaloft og Eldhús eftir máli, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu.

Í þessu safni af örsögum sýnir höfundurinn á sér nýja hlið þótt tengslin við leikverkin séu ef til vill undirliggjandi og sumar af hugmyndunum eigi sér rætur í þáttagerð fyrir sjónvarp.

Örsögurnar eiga það sameiginlegt að birta sérstæða og broslega mynd af samtímanum. Persónur og atburðir koma stöðugt á óvart og fáránleikinn er sjaldnast langt undan.

Geisladiskur með lestri höfundarins fylgir kiljunni.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 64 mínútur að lengd. Höfundur les.