Um ánauð viljans

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2003 571 5.590 kr.
spinner

Um ánauð viljans

5.590 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2003 571 5.590 kr.
spinner

Um bókina

Tvö bindi í öskju.

Þýðendur: Jón Árni Jónsson og Gottskálk Þór Jensson sem einnig ritar inngang ásamt Sigurjóni Árna Eyjólfssyni.

Klofningur Lúthers frá kaþólsku kirkjunni er einn stærsti atburðurinn í sögu kristninnar og markar um leið tímamót í sögu Evrópu. Gagnrýni Lúthers, sem beindist meðal annars gegn aflátssölu, veraldarvafstri kirkjunnar og meintum óskeikulleika páfa, auk túlkunar kirkjunnar á ýmsum atriðum kristindómsins, varð til þess að hann var settur út af sakramentinu árið 1521. Hann hélt hins vegar áfram að berjast af einurð fyrir umbótum og deildi hart á andstæðinga sína í ritum sínum.

Um ánauð viljans er ávöxtur ritdeilu Lúthers við Erasmus frá Rotterdam. Hér kristallast þau átök sem voru að eiga sér stað á milli siðbótarinnar og fornmenntastefnunnar, sem Erasmus tilheyrði. Lúther fjallar í verkinu um ýmis efni sem hann greindi á um við kirkjuyfirvöld, svo sem útskúfun og útvalningu, náðina, fyrirgefninguna og eðli guðs, en meginþemað er mannlegur vilji sem hann taldi að væri fjötraður af þeirri nauðsyn sem felst í stöðu mannsins gagnvart Guði.

Lúther er þó ekki málsvari forlagahyggju. Erasmus hafði haldið því fram að frjáls vilji væri nauðsynlegur til þess að maðurinn gæti valið rétta breytni en að mati Lúthers er það náðin ein sem getur veitt mönnum sáluhjálp. Viljahugtak hins síðarnefnda ber hins vegar ekki að skilja sem hlutlausan hæfileika til að velja milli tveggja kosta, heldur innra vilja sem markar lífsstefnu manns og stjórnar tilfinningum hans og athöfnum. Þessi vilji stendur upphaflega til syndarinnar en snýst þegar Guð er að verki í manninum – þótt það hafi ekki endilega í för með sér að allar athafnir hans verði góðar.

Lúther sakar Erasmus um að fara kæruleysislega með hugtakið og átta sig ekki á því að frjáls vilji – það er vilji sem getur valið sáluhjálpina, valið orð og verk Guðs – er ekki á færi neins nema Guðs eins. Að öðrum kosti stæði maðurinn fyrir utan og ofan sköpunarverkið.

Um ánauð viljans var ritað á latínu en var strax þýtt á þýsku og náði töluverðri útbreiðslu. Gildi verksins felst ekki síst í skarpri ritskýringu Lúthers á ýmsum stöðum
ritningarinnar, auk heimspekilegrar umfjöllunar hans um nokkur erfiðustu viðfangsefni guðfræðinnar. Verkið er hér gefið út í tveimur bindum og fylgja því bæði inngangur eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson, þar sem röksemdir Lúthers eru teknar saman og skýrðar, og ritgerðin Lúther og latínan þar sem Gottskálk Þór Jensson fjallar um latínumenningu í kringum siðaskipti.

Tengdar bækur

5.790 kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
5.490 kr.
Placeholder
5.490 kr.
4.990 kr.
2.590 kr.
6.190 kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.

INNskráning

Nýskráning