Höfundur: Guðmundur Hannesson

Um skipulag bæja er fyrsta fræðilega ritið um skipulagsmál á íslensku og í raun hornsteinn íslensks skipulags. Umfjöllun Guðmundar Hannessonar um uppbyggingu bæja á Íslandi, greining hans á staðháttum og aðstæðum íbúanna og tillögur að skipulagi bæja eiga jafn vel við nú og þegar textinn birtist fyrst fyrir 100 árum.

Guðmundur sækir viðmið í kenningar sem voru að ryðja sér til rúms erlendis við upphaf tuttugustu aldar og kváðu á um að skipuleggja skyldi bæi með tilliti til heilsu og vellíðanar íbúanna. Hann lagði þó ávallt áherslu á að taka mið af íslenskum veruleika, hnattstöðu, veðurfari og fleiru. Áhuga vekur að Guðmundur skuli hér fást við vandamál sem nú eru ofarlega á baugi, svo sem þéttingu byggðar, lýðheilsu, íbúalýðræði, skipulag torga og fleira.

Um skipulag bæja er skyldulesning fyrir alla sem hafa áhuga á skipulagsmálum hér á landi.