Vínlandsdagbók

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 159 4.865 kr.
spinner

Vínlandsdagbók

4.865 kr.

Vínlandsdagbók
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 159 4.865 kr.
spinner

Um bókina

Sumarið 1962 héldu þrír Íslendingar með dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð í broddi fylkingar í rannsóknarleiðangur til Nýfundnalands þar sem Norðmaðurinn Helge Ingstad stóð fyrir fornleifauppgrefti við þorpið L’Anse aux Meadows. Ingstad áleit að minjar á svæðinu bentu til að þar hefðu norrænir menn dvalið til forna – þar væri komið „Vínland hið góða“ – og fékk því Íslendingana til samstarfs en um þetta voru þó skiptar skoðanir og vísbendingar óljósar.

Íslendingarnir voru mánuð í leiðangrinum sem var að mörgu leyti erfiður og aðstæður sérkennilegar. Kristján skrifaði dagbók allan tímann þar sem hann lýsir fyrst löngu og ströngu ferðalagi á staðinn og síðan dvölinni þar, vinnunni við uppgröftinn og margvíslegum hugleiðingum sínum um gildi hans og minjarnar sem finnast.

Dagbókin hefur aldrei birst enda þótti Kristjáni efnið viðkvæmt og hæfilegt að bíða í 50 ár – til ársins 2012. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda úr ferðinni og eins er hér að finna kort, úrklippur og annað myndefni sem henni tengist. Þórarinn Eldjárn skrifar inngangsorð og Adolf Friðriksson fornleifafræðingur skýrir fræðilegt samhengi og rekur að nokkru sögu Vínlandsleitar í eftirmála.

Bókin er gefin út í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands.

„Kristján var afar góður stílisti, með næma athyglisgáfu og texti hans er grípandi og svo skemmtilega persónulegur að lesandanum finnst eins og verið sé að tala til sín.
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið

****
„Vínlandsdagbók bregður upp forvitnilegriog persónulegri mynd af Kristjáni Eldjárn, sem fræðimanni sem átti afar gott með að skrifa vandaðan og upplýsandi texta. Bókin er fallega brotin um og hönnuð, með fjölda ljósmynda frá leiðangrinum og blaðaúrklippum að auki sem styrkja hið sögulega samhengi.

Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

„Dagbókarfærslurnar gefa ágætis innsýn í daglegt líf fornleifafræðingsins við uppgröft og þá gríðarlegu merkingu sem tinnuflísar og gjall geta haft í réttu samhengi. … Eftirmáli Adolfs Friðrikssonar er bæði fróðlegur og skemmtilegur og setur dagbók Kristjáns í nauðsynlegt samhengi. … Bókin er smekkfull af fallegum ljósmyndum af umhverfinu á Nýfundnalandi og starfinu við uppgröftinn. Kápuna prýðir sérlega fín ljósmynd af Kristjáni með nýfundinn eskimóalampa – mér þykir Kristján raunar hafa verið áberandi smart í tauinu á Nýfundnalandi, svona sixtís fræðimannstýpa með dass af skógarhöggsmanni.
Kristín Svava Tómasdóttir / bokvit.blogspot.com


Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning