Þú ert hér://Kuml og haugfé

Kuml og haugfé

Höfundar: Kristján Eldjárn, Adolf Friðriksson ritstjóri

Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi er grundvallarrit um upphafssögu þjóðarinnar. Þetta mikla verk, sem er að stofni til doktorsritgerð dr. Kristjáns Eldjárns, kom fyrst út 1956 og er í senn mikilvæg vísindaleg heimild um íslenskar víkingaaldarminjar og áhugaverður fróðleikur fyrir almenning. Bókinni var geysivel tekið og frá upphafi hefur hún verið nauðsynleg handbók og fræðirit fyrir alla þá sem vilja kynnast og rannsaka fornmenningu Íslendinga.

Um síðustu aldamót var ráðist í viðamikla endurskoðun bókarinnar, aukið við hana upplýsingum um kuml sem fundist höfðu frá upphaflegri útgáfu og annarri nýrri vitneskju. Adolf Friðriksson fornleifafræðingur annaðist það verk en niðurstöður Kristjáns Eldjárns frá því um miðja 20. öld standa þó enn óhaggaðar í meginatriðum. Bókin er nú gefin út í þriðja sinn í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Kristjáns. Hana prýða um 400 myndir, ljósmyndir, teikningar og kort, og í eftirmála er gerð grein fyrir allra nýjustu vitneskju um íslensk kuml.

Adolf Friðriksson ritstýrði og skrifaði viðbætur.

Verð 8.590 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 662 2016 Verð 8.590 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

Eftir sama höfund