Þorsti

Þyrstir þig í lestur?

Þó svo að jólabókaflóðinu sé formlega lokið þyrstir marga enn í nýjar og áhugaverðar bækur.

Skáldsagan Þorsti er eftir Esther Gerritsen eina helstu skáldkonu Hollendinga af yngri kynslóðinni, hefur hlotið lofsamlega dóma víðsvegar um heim og kemur út í íslenskri þýðingu Rögnu Sigurðardóttur í næstu viku. Bókin segir frá stormasömu sambandi mæðgna sem flytja inn saman þegar kemur í ljós að móðirinn á lítið eftir ólifað.

„Stundum byrjar fólk á einhverju en veit um leið að það mun aldrei verða fullnægjandi. Þetta eru hættulegu hlutirnir í lífinu og þeir einu sem skipta máli. Það getur verið maður sem þú ættir ekki að kyssa því þú veist að þá viltu meira. Það getur verið áfengi sem þú átt ekki að smakka. Líka löngunin til þess að leggjast niður og óttinn við að geta ekki staðið upp. Samt gerum við þetta. Drekkum, kyssum, leggjumst. Maður hjálpar deyjandi móður sinni til þess að láta sér líða betur en veit um leið að það mun aldrei duga til.“
Esther Gerritsen um Þorsta


INNskráning

Nýskráning