Vetrarferðin á öldur ljósvakans

Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri vinnur nú að sjónvarpsþáttaröð og mynd byggð á skáldsögunni Vetrarferðin eftir Ólaf Gunnarsson.

Hilmar hefur fengið handritsstyrk fyrir verkefninu. Hilmar vinnur nú að handriti fyrir hvort tveggja en það ræðst af fjármögnun hvort af verkefnunum verður.

Vetrarferðin kom út árið 1999 og var síðasti hluti þríleiks. Fyrri bækurnar heita Tröllakirkja og Blóðakur en Vetrarferðin stendur sjálfstæð og því hyggst Hilmar eingöngu vinna með það verk.

INNskráning

Nýskráning