Maxi og Hallfríður

Maximús um allan heim!

Réttindastofa Forlagsins er á ferð og flugi þessa dagana enda bíða bókamessur handan við hornið, í Bologna, London, Abu Dhabi og Tórínó. Það slást ýmsir í för með Réttindastofunni – þar á meðal músíkalskasta mús Íslands, Maximús Músíkus. Maxi kom ásamt skapara sínum, Hallfríði Ólafsdóttur, í Forlagið í dag, kyssti hana bless og sýndi listir sínar en meðal annars getur Maxi myndað G-lykil með skottinu.

Ekki var svo annað hægt en að heilsa upp á Nóa, þróunarstjóra Forlagsins, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Maxi stökk upp á stólinn hans, vakti hann af værum blundi og tók lagið.

Von er á nýrri bók um ævintýri Maxa, þeirri fjórðu í röðinni, og ber hún nafnið Maximús Músíkus kætist í kór. Í samfloti við útgáfuna verður frumflutt ný efnisskrá, unnin samhliða bókinni, en fyrstu tónleikarnir verða 26. apríl.

Maximús hefur verið víðförull að undanförnu en á dögunum vakti hann gríðarlega lukku þegar hann kom við í Stokkhólmi og skemmti þúsundum barna.

INNskráning

Nýskráning