Auga Óðins
Útgefandi: Mál og menning 2003

Auga Óðins

Höfundar: Brian Pilkington , Anna Cynthia Leplar, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Kristín Steinsdóttir , Sigrún Eldjárn , Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Áslaug Jónsdóttir , Iðunn Steinsdóttir, Jón Hjartarson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Anna Heiða Pálsdóttir, Adda Steina Björnsdóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Jean Posocco, Kristín Thorlacius

Í smásagnasafninu Auga Óðins – sjö sögur úr norrænni goðafræði glíma sjö rithöfundar og jafnmargir myndskreytar við óþrjótandi sagnabrunn norrænnar goðafræði. Sumir flytja viðfangsefnið til samtímans, aðrir dvelja í goðheimum og enn aðrir byggja brú þar á milli.

Höfundar sem eiga sögur í bókinni eru: Adda Steina Björnsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Iðunn Steinsdóttir, Jón Hjartarson, Kristín Steinsdóttir og Kristín Thorlacius. Myndir gerðu: Anna Cynthia Leplar, Áslaug Jónsdóttir, Brian Pilkington, Freydís Kristjánsdóttir, Jean Posocco, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Sigrún Eldjárn.
Bókinni lýkur á yfirgripsmiklu hugtakasafni um norræna goðafræði.

Bókin er samstarfsverkefni Máls og menningar og IBBY á Íslandi. Í ritstjórn sátu Dr. Anna Heiða Pálsdóttir (ritstjóri), Iðunn Steinsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir. Barnamenningarsjóður styrkti útgáfuna.