Þórarinn Eldjárn

Dularfullur barón Þórarins Eldjárns

Árið 1898 kom franskur aðalsmaður, barón Charles Gauldrée Boilleau, stórættaður heimsborgari og hámenntaður listamaður til Íslands. Fyrr en varði hafði hann keypt sér kostajörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og hafði þar búskap. Hann sá mikil tækifæri í landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu og lét sig dreyma um stórbrotnar framkvæmdir. Hugmyndir hans féllu ekki allar í frjóan jarðveg og brátt varð ljóst að háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu illa saman. Áhrif hans má þó enn sjá í íslensku samfélagi t.d. er Barónstígur nefndur eftir honum.

Þórarinn Eldjárn var lengi hugfanginn af sögu barónsins og árið 2004, eftir að hafa lagst í mikla rannsóknarvinnu, kom út eftir hann áhrifamikil heimildaskáldsaga um þennan dularfulla mann. Tíu árum seinna, föstudaginn 10. janúar kl. 20, frumsýndi Þórarinn frásagnardagskrá í Landnámssetrinu í Borgarnesi byggða á bókinni.

Næstu sýningar verða 18. og 25. janúar.

Þessu mælum við hiklaust með!

Frekari upplýsingar um sýninguna má finna hér

Upplýsingar um sýningartíma og miðaverð má finna hér


INNskráning

Nýskráning