Gerður Kristný

Gerður Kristný í Kólumbíu

Ár hvert hýsir Medellin, næststærsta borg Kólumbíu, Alþjóðlegu ljóðahátíðina – eina sögufrægustu ljóðahátíð í heimi. Í júlí 2013 var hinni afar fjölhæfu skáldkonu Gerði Kristýju boðið á hátíðina ásamt skáldum hvaðanæva að úr heiminum og upplestrar skipulagðir um alla borg og nærliggjandi bæi. Á hátíðinni lesa skáldin upp á eigin tungumáli og heimamaður les því næst spænskar þýðingar þeirra. Gerður las ljóð úr bókum sínum Höggstaður og Strandir en Elías Knörr annaðist þýðingu þeirra.

Gerður Kristný hefur ferðast víðsvegar um heim undanfarin ár og lesið upp úr verkum sínum við frábærar undirtektir. Í maí næstkomandi mun hún lesa upp úr Blóðhófni í The British Museum í London við opnun mikillar sýningar um víkingatímann.

Hér má sjá myndband úr ferð Gerðar Kristnýjar á Alþjóðlegu ljóðahátíðina

INNskráning

Nýskráning