Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson

Hallfríður og Maxímús

Þriðjudagskvöldið 7. janúar kl. 21:30 sýnir RÚV mynd Eggerts Gunnarssonar um Hallfríði Ólafsdóttur, flautuleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands og höfund bókanna um Maximús Músíkús sem glatt hafa börn hér heima og erlendis undanfarin ár.

Sinfóníuhljómsveitin lék á tónleikum í Washington í vor efniskrá upp úr bók um Maximús. Hljómsveitin leikur einnig efniskrá tengda bókunum í Eldborgarsal Hörpu reglulega. Hallfríður fór til Kína og Þýskalands til að kynna bækurnar sem eru að ná augum og eyrum annarsstaðar en hér heima.

Við hvetjum bók- og tónelska til þess að missa ekki af þessari skemmtilegu mynd.

INNskráning

Nýskráning