Anders de la Motte

geim verður kvikmynduð

Fyrir helgi var skrifað undir samning um kvikmyndun á þríleik Anders de la Motte sem hefst á spennusögunni [geim] sem Forlagið gaf út fyrir stuttu. Samningurinn var gerður við Svensk Filmindustri, elsta og virðulegasta kvikmyndafyrirtæki Svía. Þegar er farið að tala við helstu handritshöfunda og leikstjóra landsins um að koma að gerð myndanna. Framleiðslustjóri Svensk Filmindustri, Charlotta Denward, sagði við þetta tækifæri: „Ég er verulega stolt af því að hafa náð réttinum til að kvikmynda þríleik Anders de la Motte, geim, buzz og bubble. Þessar bækur eru alger nýjung á sænskum glæpasagnamarkaði, þær eru fyndnar og spennandi, persónurnar eru óvenjulegar, söguþráðurinn óvæntur, frásögnin er hröð og heldur manni hugföngnum. Í stuttu máli sagt verða þær andskoti góðar bíómyndir!“

INNskráning

Nýskráning